Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

Hægt væri að greina þau bein sem fundust í sjónum …
Hægt væri að greina þau bein sem fundust í sjónum í Faxaflóa hér á landi. mbl.is/Rax

„Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef  hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til DNA-greiningar til Svíþjóðar.

„Við höfum engan áhuga á að sækja um nein leyfi vegna þess að við rekum besta „lab“ í heimi á þessu sviði. Það viðurkenna allir,“ segir Kári spurður hvort fyrirtækið hafi sótt um leyfi til greina slík bein.

Í þessu samhengi bendir hann á að þegar helstu vísindastofnanir í Svíþjóð þurfa á aðstoð að halda við slíka vinnu, að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði, er leitað í smiðju Íslenskrar erfðagreiningar. Þegar lögreglan þarf á aðstoð að halda á Íslandi er leitað til Svía. „Þetta meikar engan sens fyrir mér,“ segir Kári og bætir við: „Menn verða að fá að refsa sjálfum sér að því marki sem þeir vilja.“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert