Stara-svarmur í Sundahöfn

Nú er tíminn sem starar hópa sig saman og mynda tilkomumiklar sýningar á flugi. Myndskeið af slíku náðist í Sundahöfn í vikunni þar sem svarmur stara gerði mynstur og form á himni áður en þeir héldu til hvílu yfir nóttina.

Þrátt fyrir að myndgæðin gætu verið betri má samt sjá hreyfingar staranna yfir hafnarsvæðinu ágætlega. Það var Ingólfur Guðmundsson sem myndaði flug fuglanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert