Engan skúr að fá fyrir karla

Í biðstöðu. 20 karlar leita að húsi til að sinna …
Í biðstöðu. 20 karlar leita að húsi til að sinna hugðarefnum sínum

„Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“

Þetta segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ í Morgunblaðinu í dag um verkefnið Karlar í skúrum. Það er að erlendri fyrirmynd og snýst um að veita eldri mönnum tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og um leið að koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Aðstandendur hafa verið í samstarfi við írsku samtökin Men's Sheds en þau hafa opnað 450 skúra fyrir félagsmenn sína á þeim tíu árum sem liðin eru síðan samtökin voru stofnuð. „Það er kominn 20 manna hópur sem hefur byggst upp frá því í janúar. Við hittumst annað slagið þótt þetta sé ekki einu sinni komið af stað,“ segir Hörður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert