Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

Í Seljahlíð eru 49 þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þar er …
Í Seljahlíð eru 49 þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þar er jafnframt hjúkrunarheimili. Félagsbústaðir eignuðust Seljahlíð í árslok 2016. mbl.is/Golli

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka.

Tilefni þess að Morgunblaðið hafði samband við Auðun Frey var upphringing á ritstjórn frá íbúa í Seljahlíð sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hingað til hefði leigan sem greidd væri fyrir þjónustuíbúð fyrir aldraða í Seljahlíð verið innan við 60 þúsund krónur á mánuði en nú lægi fyrir að innan skamms yrði hún hækkuð um fleiri tugi þúsunda.

„Félagsbústaðir keyptu Seljahlíð af Reykjavíkurborg í árslok 2016 og fengu heimilið, sem er bæði þjónustuíbúðakjarni og hjúkrunarheimili, afhent í apríl 2017, eða fyrir tæpu ári. Við höfum vitað það frá því við tókum við Seljahlíð að það var gríðarlega viðkvæmt mál hjá íbúum Seljahlíðar hvernig leiguverðskerfið er hjá Félagsbústöðum,“ segir Auðun Freyr í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert