Óánægjuframboð í Eyjum?

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld.

Aðspurður í Morgunblaðinu í dag hvort hann telji að í undirbúningi sé sérframboð óánægðra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum segir Elliði: „Það kann að vera. Ég þekki ekki neinar forsendur og veit ekkert hverjir voru á þessum fundi og því kannski ekki við hæfi að ég sé að tjá mig um óorðin eða möguleg framboð.“

Elliði kveðst ekki vita til þess að neinn bæjarfulltrúi eða varabæjarfulltrúi hafi verið á fundinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert