Spenntu upp hurð og brutust inn

mbl.is/Hjörtur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist þrjár tilkynningar um innbrot frá því í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Tilkynning barst á lögreglustöðina í Hafnarfirði um innbrot um hálfáttaleytið í gærkvöldi og höfðu þjófarnir haft á brott með sér tvær fartölvur. Síðar um kvöldið handtók lögreglan þrjá einstaklinga í tengslum við annað mál, en þremenningarnir eru einnig grunaðir um innbrotið.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var síðan tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi. Höfðu þeir sem þar voru að verki spennt upp hurð á húsinu, farið inn og stolið munum.

Það var síðan á níunda tímanum í morgun sem tilkynnt var um innbrot í bifreið við Langholtsveg, ekki liggur hins vegar fyrir hverju var stolið úr bílnum að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert