Púsluðu stærsta púsl í heimi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Púslað var stærsta púsl í heimi fyrir utan ritfangaverslunina A4 í Smáralind í dag, en um er að ræða púsl sem er 13 fermetrar að flatarmáli með 40.320 púslbitum. A4 stóð fyrir atburðinum í samstarfi við Ravensburger sem framleiðir púslið.

Púslið sýnir tíu vinsælustu teiknimyndir Disney allra tíma. Fólki var boðið að taka þátt í að púsla og þáðu margir það boð. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert