Rigning á köflum í dag

Skjáskot af Vedur.is

Veðurspáin á landinu í dag, sumardaginn fyrsta, gerir ráð fyrir suðaustanátt, 5-13 metrum á sekúndu. Enn fremur verður skýjað og rigning á köflum sunnan- og vestanlands en hægari átt og úrkomulítið síðdegis. Hiti verður á bilinu 6-13 stig.

Spáin fyrir morgundaginn kveður á um norðanátt, 3-8 m/s, norðan til á landinu með dálítilli vætu og heldur kólnandi veðri. Sunnan heiða verður hæg breytileg átt, stöku skúrir og milt veður. 

Þegar kemur fram á laugardag verður hægt vaxandi austanátt. Þá fer að rigna um landið suðaustanvert, en þurrt verður fyrir norðan og vestan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert