Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

Úr þættinum Biggest Loser.
Úr þættinum Biggest Loser.

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum.

Um var að ræða fyrsta og annan þáttinn úr fyrstu þáttaröð Biggest Loser á Íslandi.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur.

Í dómi Landsréttar kemur fram að brotið hafi varðað talsverða fjárhagslega hagsmuni rétthafa. Þá var manninum gert að sæta upptöku tölvubúnaðar sem sannað þótti að hann hefði notað við að fremja brotið.  

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert