Sérsmíðaðir skór stuðningsmanna

Þráinn skóari með HM skó
Þráinn skóari með HM skó mbl.is/​Hari

Nú er hægt að fara til Rússlands, á heimsmeistarakeppni karla í fótbolta, með sérsmíðað handverk á fótunum, en Þráinn skóari á Grettisgötu hefur hannað HM-skó sem hann hyggst klæðast á fyrsta leik Íslands í Moskvu.

„Við erum búin að smíða skó í mjög langan tíma og höfum verið að gera alls kyns og ætlum bara að taka þátt í HM-gleðinni. Við smíðuðum prufumódelið og ég ætla að fara í þessum skóm á HM,“ segir Þráinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt að geta tekið þetta alla leið,“ bætir hann við og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert