Sveitarfélögum fækki um tvö

Sveitarfélögin á Íslandi verða 72 talsins í sumar í kjölfar …
Sveitarfélögin á Íslandi verða 72 talsins í sumar í kjölfar sameininganna. mbl.is/Eggert

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest sameiningar sveitarfélaga sem taka gildi 10. júní. Er þar annars vegar um að ræða sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs á Reykjanesi og hins vegar sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar á Austurlandi.

Sveitarfélögum í landinu fækkar því um tvö og verða 72 talsins, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. 

Auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um sameiningarnar í Stjórnartíðindum:

Sjá einnig frétt ráðuneytisins frá 27. mars sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert