Sýknað af bótakröfu með hjálp Facebook

Hæstiréttur Íslands sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.
Hæstiréttur Íslands sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur sýknað Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem vildi fá bætt tjón sem hann kvaðst hafa orðið fyrir í slysi á mótorhjóli sínu, en með því sneri Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem taldi sannað að tryggingafélagið væri bótaskylt.

Maðurinn varð fyrir meintu slysi við Bolöldu þann 6. júní 2014, en hann hafði keypt sér mótorhjól þann 29. maí 2014 og keypti vátryggingu hjá Sjóvá-Almennum þann 3.júní.

Facebook-færsla vitnis sem átti að hafa séð manninn lenda í slysinu gróf einnig undan bótakröfu mannsins, enda sagði þar þann 5. júní að vitnið væri á leið til Spánar og ekki var séð annað en að hann hefði enn verið erlendis þann 17. sama mánaðar.

„Að þessu virtu getur ekki staðist að stefndi hafi orðið fyrir slysi 6. júní.“ Hæstiréttur segir því vafa á því hvort maðurinn hafi lent í slysinu eftir að vátrygging hans tók gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert