Ferðamenn sólgnir í sveppina

Emma Ragnheiður Marinósdóttir, önnur frá hægri, ásamt samstarfskonum sínum á …
Emma Ragnheiður Marinósdóttir, önnur frá hægri, ásamt samstarfskonum sínum á Farmers Bistro. mbl.is/Hari

„Við opnuðum 22. júlí á síðasta ári en einhvers staðar er talað um í þessum veitingafræðum að það taki alveg tvö ár að koma veitingastað á kortið. Það má því segja að fæðingarhríðirnar standi enn yfir,“ segja þau Emma Ragnheiður Marinósdóttir og Georg Ottósson, eigendur Farmers Bistro.

Veitingastaðurinn Farmers Bistro er rekinn í sama húsnæði og Flúðasveppir á Flúðum og í nánu sambandi við ræktunina. Þannig eru notaðar á veitingastaðnum allar tegundir af hráefni sem Flúðasveppir og gróðrarstöðin Jörfi rækta. Lambakjöt og fleira er svo sótt í sveitirnar í kring.

„Þetta er ekki bara veitingastaður heldur erum við líka að kynna fyrir viðskiptavinum fyrir hvað við stöndum. Hvernig við notum heita vatnið í ræktuninni og svo framvegis. Við getum sagt að þetta sé mótvægi við skyndibitastaði,“ segja þau.

Mikil vinna fer í markaðssetningu á veitingastað sem þessum fyrir erlenda ferðamenn. Vinsældir Gömlu laugarinnar, eða Secret Lagoon eins og hún heitir upp á ensku, hafa aukið umferð ferðamanna til muna á Flúðum og því eftir miklu að slægjast.

Sjá viðtal við Emmu Ragnheiði og Georg í heild á baksíðu Morgunblaðsins sem kom út í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert