Flutti ís til Íslands

Storm setti stefnuna á Jökulsárlón. Mynd úr safni.
Storm setti stefnuna á Jökulsárlón. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

„Hnattræn hlýnun er mikið og flókið vandamál, með mjög einfalda lausn.“ Á þessum orðum hefst myndband sem bandaríska sjónvarpsstöðin Comedy Central gaf út í dag, á Jarðardeginum, en Ísland er þar í aðalhlutverki ásamt grínistanum Moses Storm.

Segist hann hafa komið auga á þessa einföldu lausn, en í henni felist að flytja ís á norðurhvel jarðar, þar sem hann fer hratt minnkandi. Koma nokkrir Íslendingar við sögu og ræðir Storm meðal annars við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands. Sjón er sögu ríkari:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert