Mörg hundruð manns plokkuðu

Plokkað var í dag, á Degi jarðar.
Plokkað var í dag, á Degi jarðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mörg hundruð manns plokkuðu á Íslandi í dag, í tilefni af Degi jarðar, en í plokki felst að skokka og á sama tíma tína upp rusl á víðavangi. Facebook-hópurinn „Plokk á Íslandi“ stóð fyrir hreinsunarátakinu og í tilkynningu frá hópnum segir að átakið hafi gengið gríðarlega vel.

„Fjöldi skipulagðra hópa vann um alla borg og allt land að verkefninu og sem dæmi stóð Ferðafélag Íslands fyrir sérstökmu viðburði upp í Norðlingaholti sem var liður í deginum,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að síðustu vikur hafi hópurinn tekið fleiri tonn af plasti og sorpi úr umferð og við það hafi bæst allt það magn sem plokkað var í dag.

Vill hópurinn enn fremur þakka Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Mosfellsbæ fyrir stuðninginn við kynningu átaksins, og Odda og Íslenska gámafélaginu, sem stutt hafi verkefnið og lagt til tæki og tól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert