Sólin mun skína glatt á S- og Vesturlandi

Það verður sólríkt á S- og Vesturlandi í dag að …
Það verður sólríkt á S- og Vesturlandi í dag að sögn Veðurstofu Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir norðaustanátt í dag að sögn Veðurstofu Íslands, víða á bilinu 8-13 m/s. Rigning eða slydda verður á láglendi austan- og norðaustanlands og snjókoma til fjalla.

Bent er á, að það er því sums staðar vetrarfærð á vegum á þessum slóðum.

Á Suður- og Vesturlandi verður léttskýjað í dag og mun sólin því skína glatt. Hiti verður frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 12 stig suðvestantil að deginum.

Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun. Áfram bjart sunnan heiða framan af degi, en skúrir sunnanlands seinnpartinn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert