Holuhraunsgos og Skaftáreldar af sömu rótinni

Eldgosið í Holuhrauni stóð lengi og glóandi elfurin flæmdist um …
Eldgosið í Holuhrauni stóð lengi og glóandi elfurin flæmdist um stórt svæði. mbl.is/RAX

„Sterk rök eru fyrir því að Skaftáreldar, eitt allra stærsta eldgos Íslandssögunnar og orsök Móðuharðindanna 1783-84, hafi orðið samfara öskjusigi í Grímsvötnum inni í miðjum Vatnajökli,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.

„Þetta skýrir stærð gossins og hve einsleit kvikan sem upp kom var. Eldgosið í Holuhrauni og öskjusigið í Bárðarbungu samfara því haustið og veturinn 2014 til 2015 urðu með þessum hætti og vörpuðu þannig nýju ljósi á Skaftárelda.“

Magnús Tumi verður meðal frummælenda á svonefndu Háfjallakvöldi sem haldið verður á morgun í Háskólabíói í Reykjavík. Að því standa Vinir Vatnajökuls og Ferðafélag Íslands í samstarfi við Félag íslenskra fjallalækna og hefst samkoman kl. 20. Vatnajökull verður í brennidepli, en hann hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna jarðhræringa í Öræfajökli og Bárðarbungu og vegna umsóknar um skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert