Sumarvegir flestir ófærir

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir eru víðast hvar greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Norðaustur- og Austurlandi eru hálkublettir eða krap á fáeinum fjallvegum.   

Sumarvegir eru flestir ófærir og þar er sums staðar akstursbann vegna hættu á skemmdum. Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Nánari upplýsingar má finna á Vegagerdin.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert