Töluvert tjón eftir rúðubrotin

Aðkoman að vallarhúsi Þórs á Akureyri var ljót. 17 rúður …
Aðkoman að vallarhúsi Þórs á Akureyri var ljót. 17 rúður voru brotnar í húsinu í gærkvöldið Ljósmynd/Aðsend

Gísli Kristinn Lórenzson hjá Þór á Akureyri, rekur ekki minni til  að húsnæði íþróttafélagsins hafi orðið fyrir sambærilegum skemmdum áður, en tveir átta ára dreng­ir voru tekn­ir af lög­regl­unni á Norður­landi eystra á sjö­unda tím­an­um í gær fyr­ir rúðubrot í vall­ar­hús­inu á íþrótta­svæði Þórs.

Málið er viðkvæmt þar sem um börn er að ræða. „Við erum að reyna að ná utan um þetta,“ segir Gísli. Íþróttahúsið er í eigu bæjarins og eru starfsmenn Akureyrarbæjar komnir í málið. „Þetta eru sautján rúður sem voru brotnar þannig að þetta er töluvert tjón.“

Gísli segir glugga íþróttahússins hafa verið birgða í gærkvöldi og í dag hefjist vinna við að þrífa glerbrot sem lentu á á hlaupabrautinni, auk þess sem kanna verði vel að glerbrot leynist hvergi annars staðar. „Þeir eru að því starfsmennirnir að skoða svæðið til að tryggja að gler leynist hvergi á íþróttasvæðinu,“ segir hann

Að sögn lög­reglu er málið upp­lýst en vegna ungs ald­ur drengjanna er málið komið til kasta Barna­vernd­ar Ak­ur­eyr­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert