Við æfingar á Eyjafjarðarsvæðinu

Dönsku F-16 herþoturnar.
Dönsku F-16 herþoturnar. mbl.is/Friðrika Hjördís

Flugsveit frá danska flughernum sinnir loftrýmisgæslu á Íslandi um þessar mundir en 60 liðsmenn hans komu til landsins á dögunum í þeim tilgangi.

Flugmenn sveitarinnar hafa verið við æfingar við landið á F-16 orrustuþotum sínum og voru þær í dag við æfingar á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem meðfylgjandi mynd náðist.

Flugsveitin er staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en ráðgert er að verkefninu ljúki um næstu mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert