Geðrænn vandi og óútskýrð veikindi

Margir leita endurtekið til læknis vegna einkenna, án árangurs.
Margir leita endurtekið til læknis vegna einkenna, án árangurs. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt rannsókn meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, Sturlu Brynjólfssonar, sem tók til 106 einstaklinga sem heimsóttu heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Vesturbæ/Seltjarnarnesi, voru 24,5% af sjúklingunum með svokölluð starfræn einkenni.

Það eru líkamleg einkenni sem ekki finnst líffræðileg eða læknisfræðileg skýring á, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það eru t.d. svimi, meltingarvandamál, verkir, svefntruflanir, brjóstholseinkenni o.s.frv.,“ segir Sturla. Einkennin séu fjölbreytileg og einstaklingsbundin og þurfa í flestum tilvikum að hafa varað í sex mánuði eða lengur til að vera skilgreind sem starfræn. Enginn munur fannst á milli kynja og á milli heilsugæslustöðvanna. Meðaltalsaldur þeirra sem greindust með starfrænan vanda var 35 ár og meðaltalsaldur þeirra sem greindust ekki með hann var 48 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert