Hlýjast á Suðurlandi

Búast má við snjókomu nyrst á landinu.
Búast má við snjókomu nyrst á landinu. mbl.is/Golli

Spáð er norðaustlægri átt í dag, strekkingi norðvestan til, annars hægari. Dálítil úrkoma um land allt, rigning með köflum sunnalands en stöku él norðan til. Dálítil snjókoma nyrst á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.

Áframhaldandi norðlægar áttir ríkjandi fram að helgi með fremur svölu veðri, miðað við árstíma, og dálítilli úrkomu í flestum landshlutum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðaustan eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast norðvestan til. Rigning með köflum um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan, einkum inn til landsins.
Dálítil snjókoma norðanlands á morgun, einkum við sjóinn, en stöku skúr syðra. 
Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands en næturfrost í innsveitum norðan til.

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s, skýjað og lítils háttar snjókoma en austlægari og skúrir með suðurströndinni. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst. 

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning á láglendi, þó síst norðaustan til. Hiti 0 til 6 stig að deginum. 

Á laugardag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, einkum sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst. 

Á sunnudag:
Ákveðin sunnanátt og rigning, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig. 

Á mánudag:
Útlit fyrir fremur hæga suðvestanátt með éljum um vestanvert landið en þurrt og bjart norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert