Lundinn á alþjóðlegum válista yfir fugla í bráðri hættu

Lundinn er á válista fugla.
Lundinn er á válista fugla. mbl.is/Árni Sæberg

Alls 25 tegundir fugla á Íslandi gætu lent á válista en nú er unnið að gerð staðbundins lista fyrir fugla í hættu á Íslandi, sem aftur byggist á samantekt Birdlife sem er Alþjóðasamband fuglaverndarfélaga.

Fuglategundir sem tengjast Íslandi, það er varpfuglar og gestir, eru alls um 400, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Af þeim er lundinn í bráðri hættu, enda er ætisskortur á slóðum hans við sunnanvert landið. Þá eru fýllinn og átján aðrar tegundir, svo sem fálki og haförn, í hættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert