Skipað í samstarfsráð um nýjan Landspítala

Búið er að skipa samstarfsráð til að styrkja samvinnu um …
Búið er að skipa samstarfsráð til að styrkja samvinnu um uppbyggingu Landspítalans mbl.is/Ómar Óskarsson

Búið er að skipa samstarfsráð til að styrkja samvinnu um uppbyggingu Landspítalans og efla samráð og miðlun upplýsinga. Þetta kemur fram í frétt frá velferðarráðuneytinu. Það var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem skipaði samstarfsráðin, en það mun starfa á vegum velferðarráðuneytisins og vera heilbrigðisráðherra til samráðs og ráðgjafar meðan á uppbyggingunni stendur.

Þá er ráðinu einnig ætlað að auka og efla yfirsýn ráðuneytisins með verkefninu í heild á framkvæmdatímanum.

Heilbrigðisráðherra kynnti skipun ráðsins á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Er í minnisblaði ráðherra til ríkisstjórnarinnar bent á að margar stórar ákvarðanir séu framundan vegna uppbyggingarinnar á lóðinni við Hringbraut, en ekki einungis vegna nýframkvæmda, heldur einnig vegna ráðstöfunar og nýtingar á þeim byggingum sem fyrir eru, vegna starfsemi spítalans meðan á framkvæmdum stendur og vegna flutnings starfseminnar eftir því sem framkvæmdunum vindur fram.“

„Með samstarfsráði eins og þessu gefst tækifæri til að leiða saman sjónarmið, draga fram nýjar hugmyndir að lausnum á  ýmsumviðfangsefnum og tryggja betri skilning aðila á verkefnunum framundan og síðan jafnharðan á  framkvæmdatímanum. Það er mikilvægt að horfa á heildarmynd þessa risavaxna verkefnis á öllum stigum, allt til enda og samstarfsráðið mun þar gegna mikilvægu hlutverki,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert