Ummæli ráðherra koma á óvart

Ellen segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum.
Ellen segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum. mbl.is/Eggert

„Staðan hjá okkur er sú sama,“ segir Ell­en Bára Val­gerðardótt­ir, ljós­móðir á Land­spít­ala og sjálf­stætt starf­andi ljós­móðir í heimaþjón­ustu, við mbl.is. Allar 95 ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf í gær og munu ekki taka til starfa aftur fyrr en nýr samningur verður undirritaður.

Það er enga heimaþjónustu að fá og við vitum ekki hvort eða hvað er að gerast hjá stjórnvöldum,“ segir Ellen.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að málið væri ekki þannig að samningur hefði legið í velferðarráðuneytinu frá því fyrir páska, tilbúinn til undirritunar. Um væri að ræða minnisblað frá Sjúkratryggingum Íslands.

„Þær sem hafa farið á þessa fundi með Sjúkratryggingum Íslands síðustu ár hafa aldrei vitað til þess fyrr en núna að þetta sé kallað minnisblað,“ segir Ellen þegar hún innt viðbragða vegna ummæla ráðherra. „Þetta kemur mjög á óvart.“

Orðalagið aukaatriði

Hún segir það aukaatriði hvort talað sé um minnisblað, samning eða drög að samningi. „Málið á ekki að snúast um það. Við vorum samningslausar frá 31. janúar og það á ekki að koma velferðarráðuneyti eða heilbrigðisráðherra á óvart að við séum að fara í þessar aðgerðir núna.

Ellen segir að hjúkrunarfræðingar í heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðranna. „Þær geta tekið að sér kannski það að vigta nýbúrann og tekið blóðprufu úr hælnum á þeim en öðru geta þær ekki sinnt,“ segir Ellen og bætir við að hjúkrunarfræðingar geti eingöngu sinnt afar takmörkuðum heimavitjunum:

Þær vinna þá bara undir heilsugæslu, fara á dagvinnutíma og geta ekki sinnt þessum fjölskyldum fyrir utan það eins og við gerum, um kvöld, helgar og jafnvel á nóttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert