„Viltu ekki bara kaupa af mér hótelið“

Magnús Bragason hleypur á fullu í Vestmannaeyjahlaupinu 2014.
Magnús Bragason hleypur á fullu í Vestmannaeyjahlaupinu 2014. Ljósmynd/úr einkasafni

Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir ventu óvart kvæði sínu í kross fyrir sjö árum og keyptu hótel sem nú ber nafnið Hótel Vestmannaeyjar. Meðfram hótelrekstrinum hlaupa hjónin sér til gleði og heilsubótar.

Magnús ásamt fleirum er í forsvari fyrir Puffin Run, sem hlaupið verður í fyrsta sinn í lok apríl. Hlaupið verður utanvega á ystu brúnum Heimaeyjar án þess að hlaupa á fjöll.

Við hjónin höfum rekið Hótel Vestmannaeyjar í sjö ár. Hótelið bókstaflega datt í fangið á okkur,“ segir Magnús Bragason, hótelstjóri og hlaupari í Vestmannaeyjum.

Hann segir að hann og kona hans, Adda Jóhanna Sigurðardóttir, hafi verið orðin leið á þeim störfum sem þau voru í og byrjuð að mennta sig í öðru. Adda hafi starfað sem kennari og Magnús unnið lengi á eigin dekkjaverkstæði.

Sjá viðtal við Magnús í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert