Rigning sunnan- og vestanlands

Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Spáð er norðaustlægri átt í dag, 5-13 m/s en hægari á Austurlandi. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, rigning með köflum sunnan- og vestanlands en dálítil él norðan til.

Dregur úr úrkomu fyrir norðan á morgun og lægir norðaustanlands en áfram rigning með köflum syðra. Áfram dálítil væta á föstudag, einkum vestan til á landinu, en útlit fyrir hægan vind og bjartviðri á laugardag, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir næstu daga

Norðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast norðvestan til en austlægari vindur á morgun og hægari á Norðausturlandi. 
Rigning með köflum um sunnanvert landið, og dálítil él fyrir norðan en dregur úr éljagangi á morgun.
Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en víða næturfrost, einkum norðan til.

Á fimmtudag:

Austlæg átt, 3-10 m/s, en norðlæg átt austanlands. Rigning á láglendi sunnan- og vestanlands, en snjókoma til fjalla. Dálítil él á Austurlandi, annars yfirleitt skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast á SV-landi en svalast í innsveitum NA-lands. 

Á föstudag:
Norðlæg átt 3-10, en austlæg átt austanlands. Dálítil rigning eða slydda en skýjað og yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst. 

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, stöku skúrir eða él norðaustanlands, en víða bjartviðri vestan til. Hiti 0 til 10 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. 

Á sunnudag og mánudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 8 stig. 

Á þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðna norðan- og norðvestanátt. Slydda eða rigning á láglendi en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert