Tjónið töluvert

Slökkviliðsmenn að störfum við Perluna í gær.
Slökkviliðsmenn að störfum við Perluna í gær. mbl.is/Valgarður Gíslason

Brunaeftirliti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Perluna lauk um tvö í nótt en slökkvistarfi var lokið um klukkan 23. Ljóst er að tjónið er töluvert en fulltrúar tryggingafélaganna hófu að meta tjónið um miðnætti.

Eldur kom upp í einangrun á hitaveitutanki við inngang Perlunnar á þriðja tímanum í gær. Talið er að eldsupptök megi rekja til iðnaðarmanna sem voru að störfum við tankinn. Engin slys urðu á fólki og segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, að vel hafi gengið að rýma Perluna. „Það var töluvert af fólki og strax farið í rýmingu. Það gekk allt vel og við fórum í að koma okkur að eldinum en það tók okkur töluverðan tíma því hann var ekki sjáanlegur. Við sáum bara reyk sem kemur héðan og þaðan en við fórum að reyna að brjóta og taka klæðninguna og komast að eldinum,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert