Ákærð fyrir að flytja inn fljótandi kókaín

Húsnæði embættis héraðssaksóknara.
Húsnæði embættis héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins.

Konan kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn og fundu tollverðir efnin í tveimur sjampóbrúsum, krembrúsa og tveimur hvítvínsflöskum.

Er farið fram á að konan verði dæmd til refsingar og að fíkniefnin verði gerð upptæk. Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði frá því málið kom upp.

Kókaínið sem var flutt inn var í fljótandi formi en …
Kókaínið sem var flutt inn var í fljótandi formi en því þarf að breyta á ný í duftform fyrir notkun. Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert