Bíður eftir mánudögum

Elísu dreymir um að starfa í leikhúsum á Íslandi og …
Elísu dreymir um að starfa í leikhúsum á Íslandi og setja upp sýningar.

Elísa Sif Hermannsdóttir er 21 árs Árbæingur sem ákvað að halda á vit ævintýranna eftir stúdentspróf. Hún stundar nú nám í sýningarstjórnun við The Royal Central School of Speech and Drama í London. Elísa kynntist leiklistinni ung að árum í gegnum leiklistarskólann Sönglist í Borgarleikhúsinu en hún var valin til þess að leika í jólaleikritum Borgarbarna.

Árið 2010 sótti ég námskeiðið Leikgleði í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og þar fékk ég að kynnast því að vera leikari og einnnig hvað fer fram baksviðs, þar sem allur hópurinn hjálpaðist að við að setja upp söngleikina. Við unnum saman að því að búa til og mála leikmynd, við auglýsingar og markaðsmál, við gerð búninga, förðun og allt sem við mögulega gátum gert. Þetta fannst mér hrikalega gaman og fann að ég vildi kannski ekki endilega verða „bara“ leikari heldur væri ég alveg til í að prófa baksviðsvinnu líka, því mér fannst hún ekki síður heillandi og skemmtileg.“

Eftir að hafa útskrifast úr Sönglist fékk Elísa tækifæri til að hjálpa til baksviðs fyrir Borgarbörn á jólasýningum þeirra. Þar fékk hún að aðstoða við leikstjórn, skrifa niður nótur á æfingum, keyra ljós og hljóð á sýningum og önnur tilfallandi verkefni. „Eftir þetta má segja að ég hafi fallið fyrir sýningarstjórnun. Á lokaárinu mínu í Menntaskólanum við Sund var ég kosin formaður leiklistarfélagsins, en í því starfi þurfti ég að taka að mér allt utanumhald félagsins, sjá um fjárhagsáætlanir, finna leikstjóra, velja leikrit, vinna með nefndinni og fleira. Þetta tókst framar vonum og við settum á svið sýninguna „Rokk aldarinnar“ í Hörpu. Við vorum fyrsti menntaskólinn á landinu til að fá tækifæri til að sýna menntaskóla-söngleik í Hörpu. Eins stórt og krefjandi verkefnið og það var að vera formaður leiklistarfélagsins þá naut ég þess í botn, enda er ég mjög skipulögð, vinnusöm og hugmyndarík, þó ég segi sjálf frá.“

Sjá viðtal við Elísu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert