Brjóta niður menningarmúra á Norðurpólnum

Markmið leiðangursins er að skapa samtal á milli Mið-Austurlanda og …
Markmið leiðangursins er að skapa samtal á milli Mið-Austurlanda og Evrópu í menningarlegum skilningi. Ljósmymd/Twitter

Ellefu konur frá jafn mörgum löndum náðu þeim áfanga í fyrradag að ganga síðustu breiddargráðuna að Norðurpólnum.

Útivistarkonan Fellicity Aston er leiðangursstjóri í hópnum, en hún er búsett á Íslandi og á íslenskan eiginmann. Hún átti frumkvæðið að verkefninu og er markmið þess að skapa samtal á milli Mið-Austurlanda og Evrópu í menningarlegum skilningi.

Aston sagði í samtali við mbl.is fyrir leiðangurinn að markmið hans væri einnig að fá innsýn í það af hverju misskilningur á til að myndast milli þessara mismunandi menningarhópa, það er milli kvenna á Vesturlöndum og mið-Austurlöndum. Hún vildi því sameina konur frá ólíkum heimhornum og menningum í leiðangur þar sem þá gefst þeim tækifæri að kynnast á mjög stuttum tíma og vonandi að veita hverri annarri innblástur í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum, hver sem þau eru.

Konurnar í hópnum koma meðal annars frá Katar, Slóveníu, Kýpur, Óman og Svíþjóð og hafa þær ólíkan bakgrunn. Ein er blaðakona, önnur vís­inda­kona, nokkrar eru úti­vist­ar­kon­ur, ein heima­vinn­andi hús­móðir auk viðskipta­kvenna svo eitt­hvað sé nefnt en þær eru á aldr­in­um 26-47 ára.

Konurnar skíðuðu 82 kílómetra á sjö dögum.
Konurnar skíðuðu 82 kílómetra á sjö dögum. Ljósmynd/Twitter

Áætlað var að ferðin myndi taka um 10 daga en þær luku ferðinni á skemmri tíma þegar þeim tókst að skíða 82 kílómetra á sjö dögum.

Leiðangurinn hefur vakið athygli víða og hér má sjá myndskeið frá BBC þar sem hópurinn var tekinn tali rétt áður en þær lögðu í hann.

Konurnar splæstu í sjálfu fimm mínútum eftir að þær komust …
Konurnar splæstu í sjálfu fimm mínútum eftir að þær komust á áfangastað á Norðupólnum. Ljósmymd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert