Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

Rannsókn þeirra mála sem hafa komið upp í tengslum við …
Rannsókn þeirra mála sem hafa komið upp í tengslum við Euro Market málið er mislangt komin. mbl.is/Eggert

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. Tekin verði ákvörðun um það á næstunni hvort að málið fari til héraðssaksóknara.

Hann kveðst ekki geta tjáð sig um það hvenær sú ákvörðun liggi fyrir. „Við erum að berjast við að ná þessu fyrir sumarvertíðina.“

Tugir grunaðir í Euro Market-máli

Áður hefur komið fram í fréttum að 28 ein­stak­ling­ar og fjór­ir lögaðilar hafi rétt­ar­stöðu grunaðra hér­lend­is í málinu og segir Margeir litla breytingu hafa orðið á þeim fjölda.

Spurður hvort þeim málum sem tengjast rannsókninni hafi fjölgað undanfarið segir Margeir þeim mögulega hafa fjölgað um eitt. En í síðustu viku var greint frá því að nærri tíu önn­ur mál hafi komið upp í tengsl­um við Euro Market-málið og hafa um tutt­ugu manns til viðbót­ar rétt­ar­stöðu grunaðs í þeim málum.

Fram hefur kom­ið að rann­sókn­in sé ein sú viðamesta sem lög­regl­an hafi ráðist í á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Hún teng­ist fíkni­efna­fram­leiðslu, fíkni­efna­smygli, fjár­svik­um og pen­ingaþvætti.

Eig­end­ur og fram­kvæmda­stjóri Euro Mar­ket voru hand­tekn­ir og eru á meðal grunaðra í mál­inu. Höfuðpaur­arn­ir eru pólsk­ir og flest­ir hinna grunuðu er einnig pólsk­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert