Hin lánsömu yfirgefa ekki húsið

„Þetta er mjög auðug fjölskylda sem býr í húsinu sínu en gjaldið fyrir velsældina eru strangar reglur og ein þeirra er að þau mega aldrei yfirgefa húsið.“ Svona lýsir slóvaski danshöfundurinn Anton Lachky söguþræðinum nýju verki sínu: Hin Lánsömu, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á föstudag. 

mbl.is kíkti á æfingu og ræddi við Lachky um verkið sem er kraftmikið og reynir verulega á dansarana. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flokkurinn sýnir verk eftir hann en árið 2012 hlaut hann ásamt dönsurum Íd verðlaun sem Danshöfundur ársins 2012 fyrir verkið: Fullkominn dagur til drauma, sem sýnt var í Borgarleikhússinu árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert