Máli vegna kreditkortasvika vísað aftur í hérað

Parið stefndi Ari­on banka hf. vegna færslna á kre­di­korti sem …
Parið stefndi Ari­on banka hf. vegna færslna á kre­di­korti sem það vildi fá felld­ar niður. Parið hafði bet­ur í héraðsdómi en Hæsturéttur vísaði málinu aftur í hérað í dag. mbl.is/Eggert

Hæstiréttur hefur vísað máli pars, sem var svik­ið um 1,4 millj­ón­ir króna á Teneri­fe árið 2015 og sak­ar Ari­on banka og Valitor um al­var­lega van­rækslu, aftur í hérað.

Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp í apríl í fyrra ber Ari­on banka hf. að fella niður kred­it­korta­færsl­ur pars sem lenti í svik­um við kaup á spjald­tölvu á Teneri­fe árið 2015. Greiðslurn­ar sem um ræðir námu um 1,4 millj­ón­um króna. Bankanum var einnig gert að greiða par­inu 1,1 millj­ón króna í máls­kostnað.

Þorvaldur Ingi Jónsson ákvað að kaupa spjald­tölvu í ákveðinni versl­un þegar hann var staddur á Tenerife árið 2015 og greiddi hann fyr­ir tölv­una með pen­ing­um. Hon­um var ekki af­hent tölv­an en sagt að það þyrfti að upp­færa hana. Hann mætti svo síðar í búðina til að fá tölv­una en var þá ráðlagt að greiða frem­ur kaup­verðið, 365 evr­ur, með VISA-greiðslu­korti til að fá tveggja ára ábyrgðartrygg­ingu. Maður­inn fékk pen­ing­ana sem hann hafði greitt fyr­ir tölv­una end­ur­greidda og greiddi sömu fjár­hæð með kred­it­korti sínu.

Par­inu var svo tjáð að til viðbót­ar þyrfti að senda beiðni fyr­ir ábyrgð hjá VISA. Stóð parið í þeirri trú að þær færsl­ur ættu að vera án fjár­hæðar. Maður­inn staðfesti svo fimm sinn­um færsl­ur með PIN-núm­eri sínu í tveim­ur pos­um.

Í úrskurði Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag segir að málsástæðu þess efnis, að parið hafi ekki fengið afhenta neina vöru eða þjónustu, sé hvergi að finna í skriflegum málatilbúnaði parsins í héraði og við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti kom fram að hana hafi ekki borið á góma við flutning málsins í héraði, enda hafa stefndu þvert á móti haldið því fram að þau hafi ekki verið að greiða fyrir vöru eða þjónustu með notkun kortanna heldur einungis að tryggja sér ábyrgð án endurgjalds á tölvunni sem maðurinn hafði keypt af versluninni.

Þar sem dómari má ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð máls en gerðu það ekki kemst Hæstiréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur í hérað. Málsaðilar bera hver sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert