Mynduðu kross á Heimakletti

Kross var myndaður á Heimakletti í gærkvöldi til minningar um …
Kross var myndaður á Heimakletti í gærkvöldi til minningar um Sigurlás. Ljósmynd/Harald Hognerud

Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld.

Myndaður var stór kross úr kertum sem sást vel niður til bæjarins.

Ljósmynd/Harald Hognerud

Sigurlás var fæddur í Vestmannaeyjum 15. júní 1957. Auk þess að starfa sem kennari og skólastjóri spilaði hann knattspyrnu um árabil með ÍBV við góðan orðstír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert