Þæfingsfærð yfir í Mjóafjörð

Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.

Hálka er á Vatnsskarði eystra en þæfingsfærð er yfir í Mjóafjörð. Krapi og éljagangur er á Vatnaleið og Fróðárheiði.

Snjóþekja, hálkublettir eða krapi er á fjallvegum á Vestfjörðum og eitthvað um éljagang. Sumarvegir eru flestir ófærir og sums staðar akstursbann vegna hættu á skemmdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert