Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

Undanfarin ár hafa staðið yfir framkvæmdir við Hringbraut vegna byggingar …
Undanfarin ár hafa staðið yfir framkvæmdir við Hringbraut vegna byggingar á sjúkrahóteli tengdu Landspítalanum. mbl.is/Styrmir Kári

Nýr Landspítali ohf hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.

Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins. Aðrar byggingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þegar er risið og verður tekið í notkun innan skamms, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í fréttatilkynningu: „Útboð vegna jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna er stór áfangi í Hringbrautarverkefninu. Nýr meðferðarkjarni mun gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur. Samkvæmt okkar áætlunum mun bygging spítalans verða lokið 2024 í samræmi við framlagða fjármálaáætlun 2019-2023. Fullnaðarhönnun, stendur nú yfir og hefur verið notuð aðferðarfræði notendastuddrar hönnunar sem leiðir það af sér að hagsmunaaðilar taka virkan þátt í hönnunarferlinu. Hönnun hússins er í höndum Corpus-hópsins, en Spital-hópurinn sér um gatna-, veitna- og lóðahönnun.“

Opnun tilboða verður hjá Ríkiskaupum 6. júní næskomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert