Niðurrif Rússatogara í umhverfismat

Lítil prýði þykir að Orlik en hann verður að líkindum …
Lítil prýði þykir að Orlik en hann verður að líkindum áfram á sínum stað enn um sinn. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi

„Þetta mál hefur verið þvílík sorgarsaga,“ segir Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar hf. Vísar hann í máli sínu til rússneska togarans Orlik sem legið hefur bundinn í Njarðvíkurhöfn síðustu fjögur ár. Skipið er ryðgað og illa farið og þykir mikið lýti á svæðinu.

Að sögn Daða keypti Hringrás skipið til niðurrifs fyrir mörgum árum. Til stóð að rífa það hér á landi en þá fengust ekki tilskilin leyfi, enda hafi reglur verið hertar til muna að hans sögn. Orlik hafi því dagað uppi í Njarðvík þar til Hringrás skipti um eigendur í fyrra. „Við fengum þetta í fangið með fyrirtækinu og höfum reynt að koma skipinu úr landi í rúmt ár, með misgóðum árangri,“ segir Daði.

Síðasta sumar var skipið flutt til Hafnarfjarðar. Þar fór fram úttekt á botni skipsins til að hægt væri að fá það tryggt fyrir flutning yfir hafið. Skipið fékkst ekki tryggt og verður því ekki flutt héðan. Hringrás hafði svo gengið frá sölu á skipinu og þess var beðið að nýir eigendur mættu með dráttarbát til að sækja það. „En nýi eigandinn gekk úr skaftinu, hann hafði ekki fengið tilskilin leyfi til niðurrifs,“ segir Daði í umfjöllun um skip þetta og örlög þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert