Mennirnir náðust upp úr vatninu

Frá Þingvallavatni.
Frá Þingvallavatni. mbl.is/Sigurður Bogi

Búið er að ná tveimur mönnum upp úr Þingvallavatni en leit hafði staðið yfir að þeim. Mennirnir eru á leiðinni með sjúkrabíl á Landspítalann.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara á staðinn en mennirnir fundust ekki með þeirra hjálp.

Slökkviliðið gat ekki gefið upplýsingar um líðan mannanna eða hvernig slysið vildi til.

Björg­un­ar­sveit­ir voru sendar á svæðið. Einhverjar þeirra voru kallaðar frá leit­inni við Ölfusá en þar fór maður ofan í í nótt. 

Að sögn Lands­helg­is­gæsl­unn­ar stóð ekki til að senda þyrlu á vett­vang. 

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru það ekki björgunarsveitir sem náðu mönnunum upp úr vatninu.

Hlutverk sveitanna í verkefninu hefur mestmegnis verið að loka fyrir umferð á Biskupstungnabraut og Suðurlandsvegi til að greiða fyrir leið sjúkrabíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert