Trampólín fuku á Suðurnesjum

Björgunarsveitarmenn við trampólín. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn við trampólín. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson

Nokkur trampólín fuku á Suðurnesjum í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal eitt í Grindavík.

Þar kom björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til aðstoðar.

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi ollu trampólínin engu tjóni.

Hvasst var á Suðurnesjum í gærkvöldi og fyrri hluta nætur en núna er þar strekkingsvindur, að sögn lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert