Aftanákeyrsla á gulu ljósi

mbl.is/Hjörtur

Um aftanákeyrslu var að ræða þegar hópbifreið og kennslubifreið rákust saman á Hringbraut til móts við BSÍ í morgun.

Engin slys urðu á fólki.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður kennslubifreiðarinnar stöðvaði á gulu ljósi og keyrði rútan þá aftan á hana.

Kennslubifreiðin var ökuhæf eftir óhappið en afturrúðan brotnaði sem og vinstra afturljósið, að sögn starfsmanns Áreksturs.is sem afgreiddi málið.

Framrúða rútunnar brotnaði við áreksturinn og hurð beyglaðist. Ferðamenn úr rútunni voru færðir yfir í aðra bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert