Hélt að Emily Clark væri ofan af Skaga

Listakona Sara segir eðli sitt vera sígaunaeðli.
Listakona Sara segir eðli sitt vera sígaunaeðli. mbl.is/Árni Sæberg

„London er dásamlega alþjóðleg borg, hún hefur þennan gamla íhaldssama breska grunn, en ofan á hann kemur fólk allsstaðar að úr heiminum. Svo blandast öll þessi menning saman og úr því spretta margar nýjar hugmyndir. Ég upplifi mig sem Londonbúa, en líka sem útlending, sem er í góðu lagi, af því borgin er full af útlendingum.“

Þetta segir Sara Björnsdóttir listakona, sem búið hefur í London undanfarin þrjú ár og starfar þar að list sinni. „Mitt eðli er líklega sígaunaeðli, ég hef ekki tekið almennilega upp úr töskunum og er á miklum flækingi. Það hentar mér mjög vel. Ég ræð mér sjálf og mér finnst gott að vera ekki bundin og geta farið þegar mér hentar. Það er svo mikilvægt að fara í burtu og opna á sér heilann fyrir nýjum upplifunum og því að maður viti ekki allt.“

London býður upp á ýmis tækifæri, m.a getur fólk sem þar býr skráð sig hjá umboðsskrifstofum þar sem það gefur kost á sér sem aukaleikara í kvikmyndum. Og Sara gerði það.

Sjá viðtal við Söru í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert