Samkomulag um menningarhús undirritað

Skrifað var undir samkomulagið í gær en samið var um …
Skrifað var undir samkomulagið í gær en samið var um þetta fyrir tveimur árum. Mynd / Gunnar Gunnarsson

Samkomulag mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss í sveitarfélaginu var undirritað í gær.

Í því felst uppbygging menningarhúss í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og endurbætur á Safnahúsi bæjarins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undirrituðu samkomulagið, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu í dag en í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu í október 2016 var greint frá samkomulaginu.

Menningarhús eru á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum en ráðgert var í upphaflegum áformum um byggingu menningarhúsa að slík starfsemi yrði einnig á Norðvesturlandi og á Fljótsdalshéraði. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert