Tölvuárásin kom frá útlöndum

Pósturinn hefur unnið með samstarfsaðilum sínum til að koma í …
Pósturinn hefur unnið með samstarfsaðilum sínum til að koma í veg fyrir að tölvuárás sem þessi beri árangur aftur. mbl.is/Eggert

Tölvuárásin sem var gerð á Póstinn fyrr í mánuðinum kom frá útlöndum. Þetta staðfestir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.

Um vírusárás var að ræða og tilgangurinn var að dulkóða skrár en ekki taka skjöl. Enginn gagnaleki varð í árásinni.

Um 300 til 400 beiðnir sem viðskiptavinir höfðu sent vegna tollafgreiðslu eyðilögðust í árásinni, sem var gerð 6. maí.

 „Við erum búin að vinna með okkar samstarfsaðilum til að tryggja sem best verður á kosið að þetta gerist ekki aftur. Við reynum að gera okkar allra besta,“ segir Brynjar Smári.

Tölvuárásin er sú fyrsta sem nær í gegn hjá Póstinum og hefur áhrif á kerfi fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert