Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá því í desember í fyrra. …
Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá því í desember í fyrra. Skrifað var undir nýjan samning í dag. mbl.is/Hari

Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. 

Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá því í desember í fyrra. Skrifað var undir nýjan samning 13. mars síðastliðinn en hann var felldur í atkvæðagreiðslu. 

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, fór fyrir viðræðunefndinni en hún tók formlega við embætti formanns FG síðastliðinn föstudag. Efni samningsins sem var undirritaður í dag verður kynnt félagsmönnum eftir helgi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert