Mælt með bólusetningum áður en haldið er á HM

Landlæknir mælist til þess að fólk hugi að bólusetningum áður …
Landlæknir mælist til þess að fólk hugi að bólusetningum áður en það fer á HM í Rússlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þeir sem hyggja á ferð á HM í Rússlandi í næsta mánuði ættu að huga að bólusetningum fyrir sjúkdómum á borð við stífkrampa, barnaveiki og mislinga. Þetta kemur fram í tilmælum frá Landlæknisembættinu.

Í frétt á vef embættisins eru birtar ráðleggingar sóttvarnalæknis og þar kemur fram að flestir þurfi ekki á sérstökum bólusetningum að halda en rétt sé að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Segir að allir sem séu eldri en 23 ára og hafi ekki fengið stífkrampa- og barnaveikibólusetningu síðan í grunnskóla ættu að fá hana.

„Mænusótt er ekki lengur landlæg í Rússlandi en ef ekki hefur verið hresst upp á þá bólusetningu á fullorðinsárum er hægt að fá hana með stífkrampa-, barnaveiki- og kikhóstabólusetningu í einni sprautu – þeir sem eru ekki vissir eða hafa bara fengið stífkrampa án barnaveikibólusetningar sl. 10 ár geta fengið samsettu sprautuna núna,“ segir m.a. í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert