Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld og verður potturinn …
Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld og verður potturinn því tífaldur í næstu viku.

Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku og stefnir fyrsti vinningur í rúma ellefu milljarða. 

Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi.

Ellefu voru með þriðja vinning og fær hver þeirra rúmlega 12 milljónir króna í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Finnlandi og einn miði í Danmörku, Slóveníu, Noregi, Spáni og Hollandi.

Þrír miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá 100.000 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á N1 í Borgartúni, á lotto.is og einn miðinn er í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert