Aðeins hefur verið staðfest varp í 43 hreiðrum hafarna í ár

Hafarnarungar við Breiðafjörð. Myndin erbirt með leyfi umhverfisráðuneytisins.
Hafarnarungar við Breiðafjörð. Myndin erbirt með leyfi umhverfisráðuneytisins. mbl.is/RAX

Færri hafernir hafa orpið í vor en metárið í fyrra, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun, en á verksviði hans er meðal annars vöktun arnarstofnsins.

Núna hefur varp verið staðfest í 43 hreiðrum, en eftir er að kanna nokkur óðul og gæti varp verið í 46 hreiðrum alls. Í fyrra urpu ernir í 53 hreiður og alls komust 38 ungar á legg úr 30 hreiðrum. Þá voru pörin talin vera 76 talsins.

Kristinn Haukur segir í Morgunblaðinu í dag, að á allmörgum óðulum hafi örninn ekki orpið í ár eða þá að varpið hafi misfarist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert