Býst ekki við nógu miklum breytingum

Meirihlutinn er fallinn í Árborg.
Meirihlutinn er fallinn í Árborg. mbl.is

Samkvæmt fyrstu tölum úr sveitarfélaginu Árborg nær Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, ekki kjöri. Flokkurinn er með 38 prósent atkvæða og fengi fjóra menn, en Ásta er í fimmta sæti listans. Flokkurinn fékk 51 prósent atkvæða og hreinan meirihluta í síðustu kosningum þannig ljóst er að meirihlutinn í Árborg er fallinn.

Það var þungt í Ástu hljóðið þegar blaðmaður náði tali af henni skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. „Ég er ekki nógu ánægð með þær. Við ætlum að sjá hvernig þetta þróast. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið,“ segir Ásta í samtali við mbl.is.

Aðspurð hvort hún búist við breytingum á fylginu þegar líður á kvöldið segir hún: „Kannski ekki nógu miklum, en við ætlum að sjá til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert