Mikil fjölgun leyfa til áfengisframleiðslu hér

Úrval áfengra drykkja hefur aukist undanfarið.
Úrval áfengra drykkja hefur aukist undanfarið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það er auðvitað frábært að einhver sé að gera eitthvað nýtt á þessum markaði. Það er mun meiri fjölbreytni nú en var fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður.

Útgefnum leyfum til áfengisframleiðslu á Íslandi hefur fjölgað mjög síðustu ár. Fyrir um áratug gátu landsmenn valið úr hefðbundnum lagerbjór, handverksbjór frá Kalda og Ölvisholti auk nokkurra tegunda af vodka og Brennivíns. Nú er svo komið að ný brugghús sem framleiða spennandi bjór spretta upp í hverjum mánuði og fjölbreytt úrval er í boði af líkjörum, vodka, gini og viskíi sem framleitt er hér.

Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins hafa nú 28 fyrirtæki leyfi til áfengisframleiðslu á Íslandi.  Misjafnt er hvort umrædd leyfi eru ótímabundin eða til bráðabirgða og gilda þá í eitt ár í senn. Árið 2016 voru gefin út tvö tímabundin leyfi en í fyrra voru gefin út átta tímabundin leyfi. Það sem af er ári hafa minnst þrjú slík verið gefin út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert